IKEA RENGÖRA User Manual Page 52

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 64
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 51
slokknar á öllum ljósunum. Þetta hjálpar til
við að minnka orkunotkun.
1. Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á
kveikt/slökkt hnappinn eða bíða eftir
Auto Off-aðgerðinni sem slekkur
sjálfkrafa á tækinu.
2. Skrúfaðu fyrir kranann.
Góð ráð
Almennt
Eftirfarandi ráðleggingar tryggja bestu þrif
og hreinsun í daglegri notkun og hjálpa við
að vernda umhverfið.
Fjarlægja skal matarleifar af diskunum
og kasta í ruslið.
Ekki skal for-hreinsa diskana handvirkt.
Ef með þarf skal nota for-þvotta kerfi (ef
til staðar) eða velja kerfi með
forþvottafasa.
Ávallt skal nota allt rýmið í körfunum.
Þegar verið er að fylla í tækið skal
tryggja að vatnið í sprautuörmunum nái
alveg að diskunum og geti þvegið þá
almennilega. Tryggið að hlutirnir snertist
ekki eða liggi yfir hvor öðrum.
Hægt er að nota þvottaefni fyrir
uppþvottavélar, gljáa og salt út af fyrir
sig eða hægt er að nota samsettar
þvottaefnistöflur (t.d. ''3 í 1'', ''4 í 1'', ''Allt
í 1''). Fylgið leiðbeiningunum sem standa
á pakkningunni.
Stillið á þvottakerfi eftir því hvað er í
vélinni og hversu óhreint það er. Með
ECO kerfinu nýtist vatnið og orkan best
fyrir borðbúnað og hnífapör með
venjulegum óhreinindum.
Notkun salts, gljáa og þvottaefnis
Einungis skal nota salt, gljáa og
þvottaefni sem er ætlað fyrir
uppþvottavélar. Önnur efni geta valdið
skemmdum á heimilistækinu.
Gljáinn aðstoðar á meðan á síðasta
skolunarfasa stendur, við að þurrka
diskana án bletta eða ráka.
Samsettar þvottaefnistöflunar eru yfirleitt
ætlaðar til notkunar þar sem harka vatns
er allt að 21 °dH. Á svæðum þar sem
farið er fram yfir þessi mörk verður að
nota gljáa og salt auk
þvottaefnistaflnanna. Hinsvegar er mælt
með að nota þvottaefni (duft, gel, töflur á
aukalegra verkana), gljáa og salt
sérstaklega til að ná sem bestum árangri
með hreinsun og þurrkun.
Ef notaðar eru samsettar
þvottaefnistöflur skal velja Multitab
möguleikann (ef til staðar). Þessi
valmöguleiki bætir hreinsun og þurrkun
með samsettum þvottaefnistöflum.
Þvottaefnistöflur leysast ekki að fullu upp
ef þvottakerfið er mjög stutt. Til að koma
í veg fyrir leifar þvottaefnis á leirtaui,
mælum við með því að töflurnar séu
einungis notaður með lengri
þvottakerfum.
Ekki skal nota meira en rétt magn af
þvottaefni. Farið eftir leiðbeiningunum á
umbúðum þvottaefnisins.
Að raða í körfurnar.
Sjá meðfylgjandi bækling sem
sýnir dæmi um hvernig skal raða
í körfur.
Notaðu uppþvottavélina einungis til að
þvo hluti sem þvo má í slíkri vél.
Ekki skal setja í vélinu hluti sem eru gerðir
úr tré, honri, áli, pjátri og kopar.
Ekki setja hluti í tækið sem geta tekið í sig
vatn (svampa, viskustykki).
Fjarlægja skal matarleifar af hlutunum.
Rennbleytið þá hluti sem eru með
brenndum matarleifum í vatni.
ÍSLENSKA
52
Page view 51
1 2 ... 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 ... 63 64

Comments to this Manuals

No comments