IKEA OV27 Recipe Book Page 26

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 52
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 25
1 meðalstór laukur
epli
salt, pipar og paprikuduft
Aðferð:
Láttu plómurnar mýkjast í hvítvíninu í tvær
klukkustundir. Skolaðu kjötið stuttlega með
vatni og þurrkaðu síðan. Skerðu raufar í
kjötið neðanvert og stingdu plómu inn í
hverja rauf og þrýstu henni eins langt og
mögulegt er inn í kjötið. Kryddaðu kjötið og
settu það í steikarpott þannig að hliðin með
plómunum vísi niður. Flysjaðu laukana og
eplið, skerðu í áttunduparta og raðaðu í
kringum steikina. Bættu allt að fjórðungi úr
lítra af vatni við afganginn af víninu sem
plómurnar lágu í og helltu yfir steikina.
Hentugt meðlæti eru krókettur,
kartöflugratín, spergilkál, eða annað í þeim
dúr.
Tími í heimilistækinu: 60 mínútur
Hillustaða: 2
Uppskriftir - Nautakjöt/villibráð/lambakjöt
Soðsteikt kjöt
Notaðu ekki þetta kerfi fyrir
nautasteik og lundir.
Stillingar:
Sjálfvirk þyngd. Stillingarsvið fyrir þyngd á
milli 1000 og 2.000 g.
Aðferð:
Kryddaðu kjöt eftir smekk og settu í eldfast
mót. Bættu við vatni eða öðrum vökva; 10 -
20 mm djúpt lag ætti að vera á botninum.
Settu á lok.
Hillustaða: 1
Steikt villibráð
Stillingar:
Sjálfvirk þyngd. Stillingarsvið fyrir þyngd á
milli 1000 og 2.000 g.
Aðferð:
Kryddaðu kjöt eftir smekk og settu í eldfast
mót. Bættu við vatni eða öðrum vökva; 10 -
20 mm djúpt lag ætti að vera á botninum.
Settu á lok.
Hillustaða: 1
Kanína
Hráefni:
2 hérahryggir
6 einiber (marin)
salt og pipar
30 g bráðið smjör
125 ml sýrður rjómi
súpugrænmeti (gulrætur, blaðlaukur,
sellerí, steinselja)
Aðferð:
Nuddaðu hérahryggina með mörðum
einiberjum, salti og pipar og burstaðu með
bráðnu smjöri.
Settu hérahryggina í steikingarpott, helltu
sýrðum rjóma yfir og bættu við
súpugrænmetinu.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 2
Kanína í sinnepssósu
Hráefni:
2 kanínur, hvor 800 g
salt og pipar
2 matskeiðar ólífuolía
2 gróft saxaðir laukar
50 g beikon, skorið í teninga
2 matskeiðar hveiti
375 ml kjúklingakraftur
125 ml hvítvín
ÍSLENSKA
26
Page view 25
1 2 ... 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 ... 51 52

Comments to this Manuals

No comments