IKEA RENLIGFWM User Manual Page 65

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 96
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 64
Aldrei skal þurrka hluti í þvottavél sem
hafa komist í snertingu við efni eins og
þurr hreinsiefni. Þessi efni eru rokgjörn og
gætu valdið sprengingu. Einungis skal
þurrka hluti sem búið er að þvo upp úr
vatni eða þurfa viðrun.
Ekki skal þurrka hluti sem hafa verið í
snertingu við óeldfim leysiefni eða matar-
olíu.
Ef þú hefur þvegið þvottinn þinn með
blettahreinsi, skaltu þvo auka skolhring
áður en þú setur þurrkarann af stað.
Setjið ekki óþveginn þvott í þurrkarann.
Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottaferill er í gangi. Glerið getur verið
heitt.
Þvottaefnisskammtarar úr plasti mega
ekki vera áfram í tromlunni þegar þurrkun
hefst þar sem plastið í þeim er ekki hann-
að til að þola hitann. Ef óskað er eftir að
þvo og þurrka án þess að stoppa á milli
skal setja þvottaefnið í innbyggðu þvott-
aefnisskúffuna.
Ef þú stöðvar heimilistækið fyrir lok þurrk-
hringrásarinnar, skal strax fjarlægja og
dreifa úr öllum hlutum þannig að hægt sé
að losa hitann.
Vatnið sem við notar inniheldur venjulega
kalk. Það er skynsamlegt að setja vatns-
mýkingarduft reglulega í vélina. Gerið
þetta án þess að vera með þvott í troml-
unni og samkvæmt fyrirmælum framleið-
anda duftsins. Þessi meðferð hjálpar til
við að koma í veg fyrir kalkleifar í vélinni
og gera heimilistækið skilvirkara..
Togið aldrei í rafmagnssnúruna til að
taka klóna úr innstungunni, heldur takið
ávallt beint um klóna sjálfa.
Notið aldrei heimilistækið ef rafmagns-
snúran, stjórnborðið, vinnuflöturinn eða
undirstaðan eru skemmd þannig að
greiður aðgangur sé að innra byrði vél-
arinnar.
Vatnsinntak
Þetta tæki verður að tengja við kalt vatn.
Ekki nota tengislöngur frá gömlum heimil-
istækjum til að tengja vélina við vatnsinn-
takið.
Vatnsþrýstingurinn þarf að vera innan
leyfilegra marka (sjá kaflann 'Tæknilegar
upplýsingar' - töflu). Fáið upplýsingar hjá
vatnsveitu staðarins um meðalvatnsþrýst-
ing á þínu svæði.
Gætið þess að engar beyglur séu á inn-
slöngunni og að innslangan sé ekki
klemmd eða flækt.
Áður en vélin er tengd við nýjar pípul-
agnir eða pípulagnir sem ekki hafa verið
notaðar í einhvern tíma þarf að láta
vatnið renna í smástund til að skola út
drasli sem kann að hafa safnast fyrir í
pípunum.
Snúðu innslöngunni aftan á heimilistækinu
til vinstri eða hægri eftir því sem hentar
uppsetningunni.
Ekki má lengja innslönguna. Ef hún er of
stutt og notandi vill ekki færa kranann,
verður að kaupa nýja lengri slöngu sér-
staklega ætlaða fyrir slíka notkun.
Áður en skrúfað er frá vatnskrananum,
skal gæta þess að skrúfa hringfestinguna
vel á slönguna til að koma í veg fyrir leka.
Frárennsli
Gættu þess að endi tæmingarslöngunnar
geti ekki losnað þegar heimilistækið er að
tæma sig. Það er hægt að gera með því
að binda hann með snæri við kranann á
vaskinum eða festa hann við vegginn.
Útslönguna þarf að setja upp í hæð sem
er ekki minni en 44 cm og ekki hærri en
90 cm. Vinsamlegast sjá leiðbeiningar um
samsetningu.
Meðferð og þrif
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
Þvoið ytra byrði þvottavélarinnar með
sápu og vatni eingöngu og þurrkið svo
vandlega.
Þvottaefnisskúffuna og bætiefnaskúffuna
þarf að þvo reglulega.
ÍSLENSKA 65
Page view 64
1 2 ... 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 ... 95 96

Comments to this Manuals

No comments