IKEA FINSMAOVSB Recipe Book Page 39

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 44
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 38
350 g hveiti
1 lítill pakki þurrger (8 g þurrger eða 42
g ferskt ger)
75 g sykur
100 g smjör
5 eggjarauður
1/2 teskeið salt
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
125 ml mjólk
Eftir bökun:
375 ml vatn
200 g sykur
100 ml plómubrandí eða 100 ml
appelsínulíkjör
Aðferð:
Settu hveiti, þurrger, sykur, smjör,
eggjarauður, salt, vanillusykur og mjólk í
blöndunarskál og hnoðaðu þar til komið er
mjúkt gerdeig. Breiddu yfir deigið í skálinni
og láttu hefast í eina klukkustund. Settu
deigið síðan í smurt hringlaga kökuform og
breiddu yfir og láttu hefast aftur í 45
mínútur.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Eftir bökun:
Láttu suðuna koma upp á vatni og sykri og
láttu svo kólna.
Bættu plómubrandíi eða appelsínulíkjör út í
sykurvatnið og blandaðu saman.
Þegar kakan hefur kólnað skaltu stinga
nokkrum sinnum í hana með trépinna og
láttu síðan kökuna sjúga jafnt í sig
blönduna.
Svampkaka
Hráefni:
4 egg
2 matskeiðar heitt vatn
50 g sykur
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 klípa salt
100 g sykur
100 g hveiti
100 g maísmjöl
2 sléttfullar teskeiðar lyftiduft
Annað:
28 cm hringlaga smelluform með lausum
botni, svart, botn fóðraður með
bökunarpappír.
Aðferð:
Skildu að eggjarauður og eggjahvítur.
Þeyttu eggjarauðurnar með heitu vatni, 50
g sykri, vanillusykri og salti. Þeyttu
eggjahvíturnar með 100 g af sykri þar til
toppar myndast.
Sigtaðu saman hveiti, maísmjöl og lyftiduft.
Blandaðu varlega saman eggjahvítum og
eggjarauðum. Blandaðu síðan varlega
hveitiblöndunni saman við. Settu blönduna í
bökunarformið, jafnaðu og settu í
heimilistækið.
Tími í heimilistækinu: 30 mínútur
Hillustaða: 3
Streusel-kaka
Hráefni í deigið:
375 g hveiti
20 g ger
150 ml volg mjólk
60 g sykur
1 klípa salt
2 eggjarauður
75 g mjúkt smjör
Hráefni í mulninginn:
200 g sykur
200 g smjör
1 teskeið kanill
350 g hveiti
50 g saxaðar hnetur
30 g bráðið smjör
Aðferð:
Sigtaðu hveitið í blöndunarskál og búðu til
dæld í miðjunni. Skerðu gerið, settu það í
dældina, hrærðu mjólkinni saman við og
ÍSLENSKA
39
Page view 38
1 2 ... 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44

Comments to this Manuals

No comments