IKEA KULINARISK Recipe Book Page 29

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 44
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 28
Kökuhringur
Hráefni í botninn:
500 g hveiti
1 lítill pakki þurrger (8 g þurrger eða 42
g ferskt ger)
80 g flórsykur
150 g smjör
3 egg
2 sléttfullar teskeiðar salt
150 ml mjólk
70 g rúsínur (lagðar í bleyti í 20 ml af
kirsch í eina klukkstund áður)
Hráefni í áferðina:
50 g heilar, afhýddar möndlur
Aðferð:
Settu hveiti, þurrger, flórsykur, smjör, egg,
salt og mjólk í blöndunarskál og hnoðaðu
þar til komið er mjúkt gerdeig. Breiddu yfir
deigið í skálinni og láttu hefast í eina
klukkustund.
Hnoðaðu bleyttu rúsínurnar inn í deigið í
höndunum.
Settu möndlurnar hverja fyrir sig inn í hvert
holrými í smurðu og hveitistráðu hringlaga
formi (gugelhupf).
Mótaðu síðan deigið í pylsu og settu í
hringlaga formið. Breiddu yfir og láttu
hefast aftur í 45 mínútur.
Tími í heimilistækinu: 60 mínútur
Hillustaða: 1
Rommlegin svampkaka
Hráefni í deigið:
350 g hveiti
1 lítill pakki þurrger (8 g þurrger eða 42
g ferskt ger)
75 g sykur
100 g smjör
5 eggjarauður
1/2 teskeið salt
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
125 ml mjólk
Eftir bökun:
375 ml vatn
200 g sykur
100 ml plómubrandí eða 100 ml
appelsínulíkjör
Aðferð:
Settu hveiti, þurrger, sykur, smjör,
eggjarauður, salt, vanillusykur og mjólk í
blöndunarskál og hnoðaðu þar til komið er
mjúkt gerdeig. Breiddu yfir deigið í skálinni
og láttu hefast í eina klukkustund. Settu
deigið síðan í smurt hringlaga kökuform og
breiddu yfir og láttu hefast aftur í 45
mínútur.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Eftir bökun:
Láttu suðuna koma upp á vatni og sykri og
láttu svo kólna.
Bættu plómubrandíi eða appelsínulíkjör út í
sykurvatnið og blandaðu saman.
Þegar kakan hefur kólnað skaltu stinga
nokkrum sinnum í hana með trépinna og
láttu síðan kökuna sjúga jafnt í sig
blönduna.
Súkkulaðikökur
Hráefni:
250 g suðusúkkulaði
250 g smjör
375 g sykur
2 pakkar vanillusykur (um það bil 16 g)
1 klípa salt
5 matskeiðar vatn
5 egg
375 g valhnetur
250 g hveiti
1 teskeið lyftiduft
Aðferð:
Brjóttu súkkulaðið niður í stóra bita og
bræddu í vatnsbaði.
ÍSLENSKA
29
Page view 28
1 2 ... 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 ... 43 44

Comments to this Manuals

No comments