IKEA FROSTIG User Manual Page 45

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 64
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 44
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengið heimilistækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygið
henni.
Fjarlægið hurðina til að koma í veg fyrir
að börn eða dýr geti lokast inni í tækinu.
Kælirásin og einangrunarefnið á tækinu
eru ósónvæn.
Einangrunarfroðan inniheldur eldfimar
lofttegundir. Hafið samband við
sveitarfélagið til að fá upplýsingar um
hvernig á að farga heimilistækinu á
réttan hátt.
Ekki valda skaða á hluta
kælieiningarinnar sem er nálægt
hitaskiptinum.
Innsetning
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Staðsetning
Farið eftir
samsetningarleiðbeiningunum
við innsetningu.
Til að tryggja að heimilistækið starfi sem
best skal setja það upp í góðri fjarlægð frá
hitagjöfum eins og ofnum, vatnshiturum,
beinu sólarljósi o.s.frv.. Gætið þess að loft
streymi greiðlega um bakhlið skápsins.
Staðsetning
Þetta heimilistæki ætti að setja upp í
þurrum, vel loftræstum (bílskúr eða kjallara)
innanhúss, en eigi það að starfa sem best
skal setja það upp á stað þar sem hitastig
umhverfis er í samræmi við loftslagsflokkinn
sem gefinn er upp á tegundarspjaldi
heimilistækisins:
Loftslagsflokkur Umhverfishitastig
SN +10°C til + 32°C
Loftslagsflokkur Umhverfishitastig
N +16°C til + 32°C
ST +16°C til + 38°C
T +16°C til + 43°C
Rafmagnstenging
Áður en stungið er í samband þarf að
fullvissa sig um að rafspennan og raftíðnin
sem sýnd er á tegundarspjaldinu samræmist
aflgjafa heimilisins.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt. Þess
vegna er kló aflgjafasnúrunnar útbúin með
sérstöku tengi. Ef rafmagnsinnstungan á
heimilinu er ekki jarðtengd skal setja
heimilistækið í annað jarðsamband eftir
gildandi reglugerðum, í samráði við
löggiltan rafvirkja.
Framleiðandinn afsalar sig allri ábyrgð ef
ofangreindum öryggisleiðbeiningum er ekki
fylgt.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
ÍSLENSKA
45
Page view 44
1 2 ... 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 ... 63 64

Comments to this Manuals

No comments