IKEA FRYSA User Manual Page 66

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 76
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 65
skoðið reglulega dyraþéttingarnar og
strjúkið af þeim óhreinindi svo að þær séu
hreinar og lausar við smáagnir.
skolið og þurrkið vandlega.
Mikilvægt! Ekki toga í, færa til eða skemma
neinar pípur og/eða kapla inni í skápnum.
Aldrei nota uppþvottalög, slípiuft, hreins-
iefni með sterkum ilmefnum eða vaxbón til
að hreinsa innra byrðið þar sem það
skemmir yfirborðið og skilur eftir sterka lykt.
Hreinsið þéttinn (svört rist) og þjöppuna af-
tan á heimilistækinu með bursta. Það bætir
afköst heimilistækins og sparar rafmagn.
Mikilvægt! Gætið þess að skemma ekki
kælikerfið.
Mörg efni sem framleidd eru til að hreinsa
vinnufleti í eldhúsum innihalda efni sem
geta skemmt plastið sem notað er í þessu
heimilistæki. Þess vegna er mælt með því
ytra byrði þessa heimilistækis sé þrifið ein-
göngu með volgu vatni með örlitlum upp-
þvottalegi í.
Að þrifum loknum skal stinga búnaðinum af-
tur í samband við rafmagn.
Það þarf ekki að afþíða frystihólfið
Frystihólfið í þessari útgáfu heimilistækisins
er hins vegar af "frostfrírri" gerð. Það þýðir
að ekkert frost safnast upp þegar tækið er í
notkun, hvorki á innri veggjum né á matn-
um.
Frostleysið stafar af stöðugu streymi af
köldu lofti inni í hólfinu, knúnu af sjálfvirkri
viftu.
Þegar hlé er gert á notkun heimilistækisins
Gerið eftirfarandi ráðstafanir þegar heimil-
istækið er ekki í notkun í langan tíma í einu:
1. Takið heimilistækið úr sambandi við
rafmagn.
2. Fjarlægið allan mat.
3. Afþíðið, ef fyrirséð
4. Þrífið heimilistækið og alla aukahluti.
5. Skiljið allar dyr eftir opnar svo að ekki
myndist slæm lykt.
Ef skápurinn er hafður í gangi, biðjið þá ein-
hvern að líta eftir honum af og til svo að
maturinn sem í honum er skemmist ekki ef
rafmagnið fer.
Hvað skal gera ef...
Varúđ Áður en hafist er handa við
viðgerðir, skal aftengja tækið við
rafmagn.
Aðeins löggildur rafvirki eða hæfur aðili má
gera bilanaleit sem er ekki í þessari hand-
bók.
Mikilvægt! Venjulegri vinnslu fylgja einhver
hljóð (frá þjöppu, kælirás).
Vandamál Möguleg orsök Lausn
Þetta heimilistæki er há-
vaðasamt.
Heimilistækið fær ekki réttan
stuðning frá gólfi.
Athugið hvort að tækið stend-
ur á góðum undirstöðum.
Heimilistækið fer ekki í
gang. Lampinn virkar
ekki.
Slökkt er á heimilistækinu. Kveikið á heimilistækinu.
Rafmagnsklóin hefur ekki ver-
ið rétt sett inn í rafmagnsinn-
stunguna.
Setjið rafmagnsklóna rétt inn í
rafmagnsinnstunguna.
ÍSLENSKA 66
Page view 65
1 2 ... 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 ... 75 76

Comments to this Manuals

No comments