IKEA DJUPFRYSA User Manual Page 42

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 56
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 41
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frystum og
djúpfrystum mat um lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal virkja
aðgerðina Hraðfrysting að minnsta kosti 24
klukkustundum áður en maturinn sem á að
frysta er settur í frystihólfið.
Settu fersku matvælin sem á að frysta í tvö
neðstu hólfin.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á 24 klukkustundum er tilgreint á
merkiplötunni, merkimiða sem staðsettur er
á hlið heimilistækisins.
Frystingarferlið tekur sólarhring: Á þessu
tímabili má ekki bæta við öðrum mat sem á
að frysta.
Eftir 24 klukkustundir, þegar frystingarferlinu
er lokið, skal afvirkja Hraðfrystingar-
aðgerðina (sjá „Hraðfrystingaraðgerð“).
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, þá látið það
vera í gangi í minnst 12 tíma á stillingunni
hröð frysting áður en matvælin eru sett í
hólfið.
Ef geyma skal mikið magn af mat, skal
fjarlægja allar skúffur úr tækinu og setja
matinn á glerhilluna til að ná bestum
árangri.
Ef afþiðnun verður fyrir slysni, til
dæmis af því að rafmagnið fer af,
og rafmagnsleysið hefur varað
lengur en gildið sem sýnt er í
tæknieiginleikatöflunni
undir ,,hækkunartíma", þarf að
neyta afþídda matarins fljótt eða
elda hann strax og frysta hann
svo aftur (eftir kælingu).
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við
stofuhita, eftir því hversu fljótt matvaran
þarf að afþiðna.
Litla bita af mat má jafnvel sjóða þegar
þeir eru enn frosnir, beint úr frystinum. í
þessu tilviki tekur suðan lengri tíma.
Ísmolagerð
Með þessu heimilistæki fylgir einn bakki til
ísmolagerðar.
1. Fylltu bakkann af vatni.
2. Settu bakkann í frystihólfið
VARÚÐ! Notaðu ekki
málmverkfæri til að fjarlæga
bakkann úr frystinum.
Góð ráð
Eðlileg vinnsluhljóð
Eftirfarandi hljóð eru venjuleg við notkun:
Dauft gjálfandi og vellandi hljóð frá
spólunum heyrast þegar kæliefninu er
dælt.
Suðandi og titrandi hljóð frá þjöppunni
þegar kæliefninu er dælt.
ÍSLENSKA 42
Page view 41
1 2 ... 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 ... 55 56

Comments to this Manuals

No comments