IKEA GRÄNSLÖS User Manual Page 18

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 32
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 17
Kælivifta
Þegar tækið gengur kviknar sjálfvirkt á
kæliviftunni til að halda flötum tækisins
svölum. Ef þú slekkur á heimilistækinu
gengur kæliviftan áfram þangað til hitastig
heimilistækisins hefur lækkað.
Öryggishitastillir
Röng notkun tækisins eða bilun í íhlutum
getur orsakað hættulega ofhitnun. Til að
koma í veg fyrir þetta, hefur ofninn
öryggishitastilli sem rýfur
rafmagnstenginguna. Ofninn kveikir
sjálfkrafa á sér aftur þegar hitastigið
lækkar.
Góð ráð
Almennar upplýsingar
Þegar þú forhitar skaltu fjarlægja
vírhillurnar og bakkana úr ofnhólfinu til
að fá sem hröðust afköst.
Heimilistækið hefur fimm hillustöður.
Teldu hillustöðurnar að neðan frá botni
tækisins.
Tækið er með sérstakt kerfi sem setur
loftið í hringrás og endurnýtir stöðugt
gufuna. Með þessu kerfi getur þú eldað í
gufukenndu umhverfi og haldið matnum
mjúkum að innan og stökkum að utan.
Það minnkar eldunartíma og orkunotkun
niður í lágmark.
Raki getur þéttst í heimilistækinu eða á
glerplötum hurðarinnar. Þetta er eðlilegt.
Haltu þig alltaf frá heimilistækinu þegar
þú opnar hurð þess á meðan þú ert að
elda. Ef þú tekur eftir raka inni í ofninum
skaltu halda hurðinni opinni í nokkrar
mínútur.
Hreinsaðu rakann eftir hverja notkun
heimilistækisins.
Ekki setja hlutina beint á botn
heimilistækisins og ekki hylja einingarnar
með álpappír þegar þú eldar. Það getur
breytt árangrinum af bakstrinum og
skemmt glerungshúðina.
Kökur bakaðar
Opnaðu ekki ofnhurðina fyrr en 3/4
baksturstímans eru liðnir
Ef þú notar tvær bökunarplötur á sama
tíma skaltu hafa eina tóma hæð á milli
þeirra.
Eldun á kjöti og fiski
Notaðu djúpa pönnu fyrir mjög feitan
mat til að koma í veg fyrir að blettir sem
geta verið varanlegir komi í ofninn.
Láttu kjötið standa í um það bil 15
mínútur áður en þú skerð það svo að
vökvinn seytli ekki út.
Til að koma í veg fyrir of mikinn reyk í
ofninum á meðan verið er að steikja skal
bæta svolitlu vatni í ofnskúffuna. Til að
koma í veg fyrir þéttingu reyks skal bæta
við vatni í hvert sinn sem það gufar upp.
Eldunartímar
Eldunartímar fara eftir tegund matvæla,
þéttni þeirra og magni.
Í byrjun skaltu fylgjast með frammistöðunni
þegar þú eldar. Finndu bestu stillingarnar
(hitastillingu, eldunartíma, o.s.frv.) fyrir
eldunaráhöldin þín, uppskriftir og skammta
þegar þú notar þetta tæki.
ÍSLENSKA 18
Page view 17
1 2 ... 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 ... 31 32

Comments to this Manuals

No comments