IKEA LAGAN User Manual Page 47

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 52
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 46
Hins vegar ef IKEA afhendir vöruna á af-
hendingarheimilisfang viðskiptavinarins,
þá nær þessi ábyrgð yfir skemmdir sem
verða við flutningana.
Kostnað við að setja upp IKEA-heimilis-
tækið í fyrsta sinn. Hins vegar ef þjónust-
uaðili IKEA eða samþykkt samstarfsvið-
gerðarþjónusta gerir við eða skiptir heim-
ilistækinu samkvæmt skilmálum þessarar
ábyrgðar, mun þjónustuaðilinn eða sam-
þykkta samstarfsviðgerðarþjónustan setja
heimilistækið aftur upp eftir viðgerðina
eða setja upp nýja heimilistækið, ef með
þarf.
Þessi takmörkun á ekki við um verk sem
unnið er án mistaka af sérhæfðum aðila
með tilskilin réttindi sem notar upprunalega
varahluti okkar, í þeim tilgangi að aðlaga
heimilistækið að tæknilegum öryggiskröfum
annars ESB-lands.
Hvernig landslögin gilda
IKEA-ábyrgðin veitir þér tiltekin lagaleg
réttindi, sem samræmast eða ná út fyrir
kröfurnar í viðkomandi landi. Þessir skilmál-
ar takmarka þó ekki á neinn hátt réttindi
neytenda sem lýst er í lögum viðkomandi
lands.
Gildissvæði
Fyrir heimilistæki sem keypt eru í einu ESB-
landi og síðan flutt til annars ESB-lands
gildir þessi þjónusta innan ramma þeirra
ábyrgðarskilmála sem teljast eðlilegir í nýja
landinu. Skuldbinding til að gera við heimil-
istækið innan ramma ábyrgðarinnar er ein-
göngu til staðar ef heimilistækið samræmist
og er sett upp í samræmi við:
tæknikröfur landsins þar sem ábyrgðark-
rafan er gerð;
•samsetningarleiðbeiningarnar og
öryggisupplýsingarnar í notendahand-
bókinni;
Sérstök eftirsöluþjónusta (After Sales
Service) fyrir IKEA-heimilistæki:
Ekki hika við að hafa samband við eftirsölu-
þjónustu IKEA til að:
1. óska eftir viðgerð sem þessi ábyrgð
nær yfir;
2. fá leiðbeiningar um hvernig á að setja
IKEA-heimilistækið inn í til þess ætlaða
IKEA-eldhúsinnréttingu. Þjónustan veitir
ekki nánari leiðbeiningar í tengslum við:
uppsetningu á IKEA-eldhúsi í heild;
tengingu við rafmagn (ef kló og snúra
fylgja ekki með tækinu) eða við vatn
eða gas, þar sem samþykktur við-
gerðaraðili þarf að sjá um slíkar
tengingu.
3. óska eftir nánari útskýringu á efni not-
endahandbókarinnar eða tæknilýsingu
IKEA-heimilistækisins.
Til þess að við getum aðstoðað þig sem
best skaltu lesa samsetningarleiðbeiningar
og/eða notendahandbókarhluta þessa
bæklings vandlega áður en þú hefur sam-
band við okkur.
Leiðir til að ná í okkur ef þú þarfnast
aðstoðar
Á öftustu síðu þessarar handbók er skrá yfir
alla tengiliði á vegum IKEA og viðeigandi
símanúmer í hverju landi.
Mikilvægt! Til þess að geta veitt þér
hraðari þjónustu mælum við með því að þú
notir eingöngu símanúmerin sem gefin eru
upp aftast í þessari handbók. Notaðu alltaf
númerin sem gefin eru upp í bæklingnum
fyrir það tiltekna heimilistæki sem þú þarft
aðstoð fyrir. Áður en þú hringir í okkur
skaltu vera viss um að hafa handtækt IKEA-
vörunúmerið (8 stafa talnarunu) fyrir
heimilistækið sem þú þarft aðstoð okkar við.
Mikilvægt! GEYMDU SÖLUKVITTUNINA!
Hún er þín staðfesting á kaupunum og skil-
yrði þess að ábyrgðin gildi. Athugaðu að á
kvittuninni sést jafnframt IKEA-vöruheiti og -
númer (8 stafa talnaruna) hvers heimilistæk-
is sem þú keyptir.
ÍSLENSKA 47
Page view 46
1 2 ... 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52

Comments to this Manuals

No comments