IKEA LAGAN User Manual Page 53

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 64
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 52
3. Ýtið ítrekað á kerfishnappinn þar til það
kviknar á gaumljósinu fyrir þvottaferilinn
sem þú ætlar að stilla á.
4. Lokið dyrum uppþvottavélarinnar, til að
hefja kerfið.
Hurðin opnuð á meðan heimilistækið er í
gangi
Ef þú opnar hurðina á meðan kerfið er í
gangi stoppar tækið. Það kann að hafa
áhrif á orkunotkun og tímalengd kerfisins.
Þegar þú lokar hurðinni heldur heimilistækið
áfram frá þeim punkti þar sem truflunin
varð.
Þvottakerfi afturkallað
Þrýstið kerfistakkanum og haldið honum
niðri þar til tækið er í kerfisval-stillingu.
Gætið þess að það sé þvottaefni í
þvottaefnishólfinu áður en nýtt þvottakerfi
er sett í gang.
Lok þvottakerfis
Þegar þvottaferlinum er lokið er kveikt á
ljósinu.
1. Ýtið á hnappinn kveikja/slökkva til að
slökkva á heimilistækinu.
2. Skrúfið fyrir kranann.
Ef þú slekkur ekki á tækinu innan
5 mínútna þá slokknar á öllum
gaumljósum. Þetta minnkar
orkunotkun.
Góð ráð
Almennt
Eftirfarandi ráðleggingar tryggja bestu þrif
og hreinsun í daglegri notkun og hjálpa við
að vernda umhverfið.
Fjarlægja skal matarleifar af diskunum
og kasta í ruslið.
Ekki skal for-hreinsa diskana handvirkt.
Ef með þarf skal nota for-þvotta kerfi (ef
til staðar) eða velja kerfi með
forþvottafasa.
Ávallt skal nota allt rýmið í körfunum.
Þegar verið er að fylla í tækið skal
tryggja að vatnið í sprautuörmunum nái
alveg að diskunum og geti þvegið þá
almennilega. Tryggið að hlutirnir snertist
ekki eða liggi yfir hvor öðrum.
Hægt er að nota þvottaefni fyrir
uppþvottavélar, gljáa og salt út af fyrir
sig eða hægt er að nota samsettar
þvottaefnistöflur (t.d. ''3 í 1'', ''4 í 1'', ''Allt
í 1''). Fylgið leiðbeiningunum sem standa
á pakkningunni.
Stillið á þvottakerfi eftir því hvað er í
vélinni og hversu óhreint það er. Með
ECO kerfinu nýtist vatnið og orkan best
fyrir borðbúnað og hnífapör með
venjulegum óhreinindum.
Notkun salts, gljáa og þvottaefnis
Aðeins skal nota salt, gljáa og þvottaefni
ætlað fyrir uppþvottavélar. Aðrar vörur
geta valdið skemmdum á heimilistækinu.
Gljáinn aðstoðar á meðan á síðasta
skolunarferli stendur, við að þurrka
diskana án bletta eða ráka.
Samsettar þvottaefnistöflunar eru yfirleitt
viðeigandi á svæðum þar sem harka
vatns er allt að 21 °dH. Á svæðum þar
sem farið er umfram þessi mörk verður
að nota gljáa og salt auk
þvottaefnistaflnanna. Hinsvegar, á
svæðum þar sem harka vatnsins er mjög
mikil er mælt með að nota þvottaefni
(duft, gel, töflur án aukalegrar virkni),
gljáa og salt sérstaklega til að ná sem
bestum árangri með hreinsun og þurrkun.
Þvottaefnistöflur leysast ekki að fullu upp
ef þvottakerfið er mjög stutt. Til að koma
í veg fyrir leifar þvottaefnis á borðbúnaði
ÍSLENSKA 53
Page view 52
1 2 ... 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 ... 63 64

Comments to this Manuals

No comments